Hendrikka Waage lætur gott af sér leiða 19. október 2012 12:30 Athafnakonan Hendrikka Waage, 46 ára, prýðir forsíðu Lífsins sem fylgir Fréttablaðinu í dag þar sem hún ræðir um ástina, skartgripalínuna hennar, nýja ilmvatnið sem hún setur á markað fyrir jólin og hennar hjartans mál – góðgerðarmálin. Segðu okkur frá góðgerðarhádegisverðinum sem þú heldur á morgun. Hvernig kom það til og hvernig tók fólk í þá hugmynd að vera með? Við hjá Kids Parliament, ásamt nokkrum konum meðal annars úr Félagi kvenna í atvinnurekstri, FKA, erum að undirbúa glæsilegan hádegisverð sem haldinn verður á morgun, laugardag, til styrktar Reykjadal. Það er sumar- og helgardvalarstaður fyrir fötluð börn og ungmenni. Hádegisverðurinn verður undir merkjum Magic Ring Kids-verkefnisins í Hörpu í Norðurljósum og stendur yfir frá klukkan 13 til 15.Góðgerðarsamtökin Kids Parliament eru alþjóðleg góðgerðasamtök tengd Sameinuðu þjóðunum og hafa aðsetur í Vín. Tilgangur samtakanna er að efla menntun, hvetja og styðja við bakið á börnum, þá sérstaklega fjölfötluðum börnum. Í ráðgjafanefndinni eru einstaklingar sem hafa verið áberandi stuðningsmenn réttinda barna og málefna þeirra svo sem Dalai Lama, Kerry Kennedy og Betty Williams.Hendrikka ásamt íslenskum börnum í Laugardal.Mynd/Sigrún.Dorrit gefur flíkur úr einkaeigu Verndari viðburðarins er Amir Dossal frá New York. Amir hefur starfað síðastliðin þrjátíu ár hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann mun fyrir hönd Kids Parliament afhenda verðlaunin fyrir mannúðarstörf í þágu fatlaðra hér á landi. Veislustjóri er Jakob Frímann Magnússon. Hið fágaða tvíeyki Kormákur og Skjöldur mun sjá um frábært uppboð. Fullt af skemmtilegum hlutum og upplifunum eru í boði eins og glæsilegt Armani-kvenmannsúr, dagur með Kalla Berndsen, VIP-miðar á leik Manchester United og Galatasaray í meistaradeild Evrópu (UEFA-Cup), kjóll frá Ellu og margt fleira. Þá mun frú Dorrit Moussaieff gefa okkur fallegar flíkur úr einkaeigu sinni sem hægt er að njóta eða bæta í einkasafnið. Einnig verða seldir happdrættisvinningar.Segðu okkur aðeins meira frá sumarbúðunum sem þið eruð að styrkja. Sumarbúðirnar í Reykjadal hafa það að leiðarljósi að búa börnunum sem þar dvelja örvandi og kærleiksríkt umhverfi. Um leið gefst foreldrum stundarhvíld frá sólarhringsumönnun barna sinna. Rekstrar- og viðhaldskostnaður við sumarbúðirnar í Reykjadal er mjög hár en ánægjan sem dvölin þar veitir hverju barni er algjörlega ómetanleg. Það er von okkar að nægilegt fjármagn safnist til kaupa á sérstakri sjúkralyftu, stillanlegum rafmagnsrúmum og til að kosta innréttingu á svokölluðu snoezelen-herbergi; skynörvunarherbergi af því tagi eru sérstaklega útbúin til að að vinna með fjölbreytt skynáreiti með notkun ljóss, hljóða, lita, tónlistar, lyktar og fleira. Þannig verður til umhverfi sem gefur einstaklingnum kost á að njóta sín á sínum eigin forsendum. Allur ágóði þessa mikilvæga verkefnis rennur eins og fyrr segir óskiptur til eflingar starfsemi Reykjadals og erum við allar að starfa í sjálfboðavinnu. Hægt er að nálgast miða í Kastaníu á Höfðatorgi, sími 577-5570, eða leggja inn á reikning 130-15-382936 kt. 130166-5399.Hendrikka ásamt syni sínum Guðjóni Böðvarssyni Waage.Hugsaði um fjölfatlaðan frændaNú gafstu höfundarlaun síðustu bókar til Kids Parliament og hefur verið öflug í að sinna öðrum góðgerðarmálum í gegnum tíðina. Segðu okkur aðeins frá því og hvaða gildi hefur það fyrir þig? Það hefur alltaf skipt mig máli að leggja góðum málefnum lið og Reykjadalur er mér mjög kær. Ég á fjölfatlaðan frænda sem var mikið á mínu heimili þegar ég var ung og ég passaði hann mjög mikið þannig að maður hefur mjög góða reynslu af að vera í kringum þessi yndislegu börn. Hann hlakkaði alltaf voðalega mikið til að fara í Reykjadal.Bók væntanlegNú hefur þú verið dugleg að skrifa bækur um Rikku og töfrahringinn. Er væntanleg ný bók frá þér um Rikku? Já, fjórða bókin mín fjallar um Rikku og töfrahringinn i Englandi og kemur út næsta vor þar sem Rikka ferðast með vini sinum Oliver í Englandi og fer á marga áhugaverða og skemmtilega staði.Þetta armband er úr haust/vetrarlínu Hendrikku og heitir Purple Rain.Með eigin skartgripalínu Skartgripalínan þín, fer hún vaxandi? Já, hún er seld víðs vegar í Bretlandi, Skandinavíu, New York og svo auðvitað hér á Íslandi. Ég er með svokallaða tískulínu sem er ódýrari en silfurlínan mín en hún gengur mjög vel. Hvaðan kemur innblásturinn að skartgripagerðinni? Innblásturinn kemur mikið að austan og úr trúarbrögðum.Nýtt ilmvatn væntanlegtNú ert þú að koma með þitt fyrsta ilmvatn á markaðinn. Segðu okkur frá því. Ilmvatnið heitir Fjóla og er létt og ferskt fyrir konur á öllum aldri. Þetta er tímalaust ilmvatn, rómantískt og kvenlegt og kemur í verslanir í lok nóvember. Verkefnið hefur verið skemmtilegt og gaman að þróa þessa nýju vöru.Nú hefur þú búið erlendis í nítján ár. Hvenær hefur þú hugsað þér að flytja heim til Íslands aftur? Ekki hugmynd – ég er svo sem alltaf með annan fótinn hér á Íslandi. Hvers saknarðu helst frá Íslandi? Pabba míns, stórfjölskyldu og vina, fjallanna, vatnsins, fiskbúðarinnar Fylgifiska og græns ópals.Hvers saknar þú ekki frá Íslandi? Smæðarinnar.Ertu að upplifa drauma þína? Já.Hvað gefur lífi þínu gildi? Að lifa lífinu í lit.Ertu ástfangin? Mjög svo.Hvaða kosti þarf maðurinn sem fangar hjarta þitt að bera? Hann þarf að hafa góðan húmor og vera „free spirited".Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi get ég litið yfir farinn veg hamingjusöm og sátt. Svo vil ég útbúa mér japanskan garð þar sem ég get dundað mér og hvílst.Takk fyrir spjallið og gangi þér vel með hádegisverðinn í Hörpu á morgun. Eitthvað að lokum? Nobody is waiting for you, and you shouldn't take anything for granted.Hendrikka Waage á Facebook. Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Athafnakonan Hendrikka Waage, 46 ára, prýðir forsíðu Lífsins sem fylgir Fréttablaðinu í dag þar sem hún ræðir um ástina, skartgripalínuna hennar, nýja ilmvatnið sem hún setur á markað fyrir jólin og hennar hjartans mál – góðgerðarmálin. Segðu okkur frá góðgerðarhádegisverðinum sem þú heldur á morgun. Hvernig kom það til og hvernig tók fólk í þá hugmynd að vera með? Við hjá Kids Parliament, ásamt nokkrum konum meðal annars úr Félagi kvenna í atvinnurekstri, FKA, erum að undirbúa glæsilegan hádegisverð sem haldinn verður á morgun, laugardag, til styrktar Reykjadal. Það er sumar- og helgardvalarstaður fyrir fötluð börn og ungmenni. Hádegisverðurinn verður undir merkjum Magic Ring Kids-verkefnisins í Hörpu í Norðurljósum og stendur yfir frá klukkan 13 til 15.Góðgerðarsamtökin Kids Parliament eru alþjóðleg góðgerðasamtök tengd Sameinuðu þjóðunum og hafa aðsetur í Vín. Tilgangur samtakanna er að efla menntun, hvetja og styðja við bakið á börnum, þá sérstaklega fjölfötluðum börnum. Í ráðgjafanefndinni eru einstaklingar sem hafa verið áberandi stuðningsmenn réttinda barna og málefna þeirra svo sem Dalai Lama, Kerry Kennedy og Betty Williams.Hendrikka ásamt íslenskum börnum í Laugardal.Mynd/Sigrún.Dorrit gefur flíkur úr einkaeigu Verndari viðburðarins er Amir Dossal frá New York. Amir hefur starfað síðastliðin þrjátíu ár hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann mun fyrir hönd Kids Parliament afhenda verðlaunin fyrir mannúðarstörf í þágu fatlaðra hér á landi. Veislustjóri er Jakob Frímann Magnússon. Hið fágaða tvíeyki Kormákur og Skjöldur mun sjá um frábært uppboð. Fullt af skemmtilegum hlutum og upplifunum eru í boði eins og glæsilegt Armani-kvenmannsúr, dagur með Kalla Berndsen, VIP-miðar á leik Manchester United og Galatasaray í meistaradeild Evrópu (UEFA-Cup), kjóll frá Ellu og margt fleira. Þá mun frú Dorrit Moussaieff gefa okkur fallegar flíkur úr einkaeigu sinni sem hægt er að njóta eða bæta í einkasafnið. Einnig verða seldir happdrættisvinningar.Segðu okkur aðeins meira frá sumarbúðunum sem þið eruð að styrkja. Sumarbúðirnar í Reykjadal hafa það að leiðarljósi að búa börnunum sem þar dvelja örvandi og kærleiksríkt umhverfi. Um leið gefst foreldrum stundarhvíld frá sólarhringsumönnun barna sinna. Rekstrar- og viðhaldskostnaður við sumarbúðirnar í Reykjadal er mjög hár en ánægjan sem dvölin þar veitir hverju barni er algjörlega ómetanleg. Það er von okkar að nægilegt fjármagn safnist til kaupa á sérstakri sjúkralyftu, stillanlegum rafmagnsrúmum og til að kosta innréttingu á svokölluðu snoezelen-herbergi; skynörvunarherbergi af því tagi eru sérstaklega útbúin til að að vinna með fjölbreytt skynáreiti með notkun ljóss, hljóða, lita, tónlistar, lyktar og fleira. Þannig verður til umhverfi sem gefur einstaklingnum kost á að njóta sín á sínum eigin forsendum. Allur ágóði þessa mikilvæga verkefnis rennur eins og fyrr segir óskiptur til eflingar starfsemi Reykjadals og erum við allar að starfa í sjálfboðavinnu. Hægt er að nálgast miða í Kastaníu á Höfðatorgi, sími 577-5570, eða leggja inn á reikning 130-15-382936 kt. 130166-5399.Hendrikka ásamt syni sínum Guðjóni Böðvarssyni Waage.Hugsaði um fjölfatlaðan frændaNú gafstu höfundarlaun síðustu bókar til Kids Parliament og hefur verið öflug í að sinna öðrum góðgerðarmálum í gegnum tíðina. Segðu okkur aðeins frá því og hvaða gildi hefur það fyrir þig? Það hefur alltaf skipt mig máli að leggja góðum málefnum lið og Reykjadalur er mér mjög kær. Ég á fjölfatlaðan frænda sem var mikið á mínu heimili þegar ég var ung og ég passaði hann mjög mikið þannig að maður hefur mjög góða reynslu af að vera í kringum þessi yndislegu börn. Hann hlakkaði alltaf voðalega mikið til að fara í Reykjadal.Bók væntanlegNú hefur þú verið dugleg að skrifa bækur um Rikku og töfrahringinn. Er væntanleg ný bók frá þér um Rikku? Já, fjórða bókin mín fjallar um Rikku og töfrahringinn i Englandi og kemur út næsta vor þar sem Rikka ferðast með vini sinum Oliver í Englandi og fer á marga áhugaverða og skemmtilega staði.Þetta armband er úr haust/vetrarlínu Hendrikku og heitir Purple Rain.Með eigin skartgripalínu Skartgripalínan þín, fer hún vaxandi? Já, hún er seld víðs vegar í Bretlandi, Skandinavíu, New York og svo auðvitað hér á Íslandi. Ég er með svokallaða tískulínu sem er ódýrari en silfurlínan mín en hún gengur mjög vel. Hvaðan kemur innblásturinn að skartgripagerðinni? Innblásturinn kemur mikið að austan og úr trúarbrögðum.Nýtt ilmvatn væntanlegtNú ert þú að koma með þitt fyrsta ilmvatn á markaðinn. Segðu okkur frá því. Ilmvatnið heitir Fjóla og er létt og ferskt fyrir konur á öllum aldri. Þetta er tímalaust ilmvatn, rómantískt og kvenlegt og kemur í verslanir í lok nóvember. Verkefnið hefur verið skemmtilegt og gaman að þróa þessa nýju vöru.Nú hefur þú búið erlendis í nítján ár. Hvenær hefur þú hugsað þér að flytja heim til Íslands aftur? Ekki hugmynd – ég er svo sem alltaf með annan fótinn hér á Íslandi. Hvers saknarðu helst frá Íslandi? Pabba míns, stórfjölskyldu og vina, fjallanna, vatnsins, fiskbúðarinnar Fylgifiska og græns ópals.Hvers saknar þú ekki frá Íslandi? Smæðarinnar.Ertu að upplifa drauma þína? Já.Hvað gefur lífi þínu gildi? Að lifa lífinu í lit.Ertu ástfangin? Mjög svo.Hvaða kosti þarf maðurinn sem fangar hjarta þitt að bera? Hann þarf að hafa góðan húmor og vera „free spirited".Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi get ég litið yfir farinn veg hamingjusöm og sátt. Svo vil ég útbúa mér japanskan garð þar sem ég get dundað mér og hvílst.Takk fyrir spjallið og gangi þér vel með hádegisverðinn í Hörpu á morgun. Eitthvað að lokum? Nobody is waiting for you, and you shouldn't take anything for granted.Hendrikka Waage á Facebook.
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira