Enski boltinn

Fabianski þarf í aðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Lukasz Fabianski, markvörður Arsenal, verður frá næstu þrjá mánuðina þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna ökklameiðsla.

Fabianski meiddist á æfingu nú í vikunni og því ljóst að Vito Mannone verður í marki Arsenal um næstu helgi.

„Hann þarf að fara í aðgerð en Wojciech Szezesny er væntanlegur aftur eftir tvær vikur."

Fabianski hefur ekki getað spilað með Arsenal á tímabilinu vegna bakmeiðsla en var þó allur að koma til áður en hann meiddist í ökkla.

Wenger sagði þó að það væri stutt í að Jack Wilshere muni spila með liðinu á ný en hann hefur verið frá í fimmtán mánuði. „Hann þarf einn leik til viðbótar og þá kemur hann til baka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×