Greiðir atkvæði gegn tillögum stjórnlagaráðs Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. október 2012 11:59 Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, ætlar að greiða atkvæði gegn frumvarpi stjórnlagaráðs á morgun. Hann er ósáttur við ákvæði í frumvarpinu um þjóðaratkvæðagreiðslur og takmarkanir á heimildum til útlendinga um kaup á fasteignum og atvinnufyrirtækjum. Í núgildandi stjórnarskrá er ákvæði um að með lögum megi takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi. Jón segist ósáttur við tillögur stjórnlagaráðs þess efnis að þetta ákvæði verði fellt brott. Jón segir að þessi tillaga stjórnlagaráðs komi fram á mjög sérkennilegum tíma, nú þegar umræða um fjárfestingar kínverjans Huangs Nubo hafi staðið sem hæst. „Hinn stjórnarskrárvarði réttur til að beita takmörkunum á Nubo og aðra slika yrði þá horfinn og það er mjög sérkennilegt að vilja fella út þessa setningu nú akkúrat í þeirri umræðu þegar við erum að takast á við kínverjana, við erum að takast á við Evrópusambandið sem krefst þess að takmarkanir á fjárfestingum erlendra aðila verði fellt brott. Þá tel ég miklu mikilvægara að halda þessu ákvæði og herða ef eitthvað er," segir hann. Þá er Jón líka ósáttur við tillögur stjórnlagaráðs þess efnis að ekki verði hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslna um þjóðréttarlegar skuldbindingar, skatta og fjárhagslegt málefni. Slík takmörkun hefði haft mikil áhrif í Icesavemálinu. Hann segir þetta beint framsal á fullveldi. „Þetta fellur jú að kröfum evrópusambandsins og samkvæmt þessu hefði þjóðin ekki getað kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesavesamningana," segir Jón og bætir því við að hann geti ekki fallist á slíkar grundvallabreytingar á stjórnarskránni sem feli í sér framsal á fullveldi. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, ætlar að greiða atkvæði gegn frumvarpi stjórnlagaráðs á morgun. Hann er ósáttur við ákvæði í frumvarpinu um þjóðaratkvæðagreiðslur og takmarkanir á heimildum til útlendinga um kaup á fasteignum og atvinnufyrirtækjum. Í núgildandi stjórnarskrá er ákvæði um að með lögum megi takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi. Jón segist ósáttur við tillögur stjórnlagaráðs þess efnis að þetta ákvæði verði fellt brott. Jón segir að þessi tillaga stjórnlagaráðs komi fram á mjög sérkennilegum tíma, nú þegar umræða um fjárfestingar kínverjans Huangs Nubo hafi staðið sem hæst. „Hinn stjórnarskrárvarði réttur til að beita takmörkunum á Nubo og aðra slika yrði þá horfinn og það er mjög sérkennilegt að vilja fella út þessa setningu nú akkúrat í þeirri umræðu þegar við erum að takast á við kínverjana, við erum að takast á við Evrópusambandið sem krefst þess að takmarkanir á fjárfestingum erlendra aðila verði fellt brott. Þá tel ég miklu mikilvægara að halda þessu ákvæði og herða ef eitthvað er," segir hann. Þá er Jón líka ósáttur við tillögur stjórnlagaráðs þess efnis að ekki verði hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslna um þjóðréttarlegar skuldbindingar, skatta og fjárhagslegt málefni. Slík takmörkun hefði haft mikil áhrif í Icesavemálinu. Hann segir þetta beint framsal á fullveldi. „Þetta fellur jú að kröfum evrópusambandsins og samkvæmt þessu hefði þjóðin ekki getað kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesavesamningana," segir Jón og bætir því við að hann geti ekki fallist á slíkar grundvallabreytingar á stjórnarskránni sem feli í sér framsal á fullveldi.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira