Innlent

Bekkjabófar í hefndarhug

Selfoss.
Selfoss.
Að morgni síðastliðins miðvikudags tóku starfsmenn Samkaupa við Tryggvagötu á Selfossi eftir því að tveir bekkir sem höfðu verið framan við verslunina voru horfnir.

Annar bekkurinn fannst mölbrotinn í ruslagámi en hinn er ófundinn. Þessu til viðbótar hafði egg verið brotið á afturrúðu bifreiðar eins starfsmanns verslunarinnar.

Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en lögreglan á Selfossi biður alla sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010. Í versluninni hefur borið á hnupli undanfarið og starfsfólk hefur gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir slíkt.

Getgátur eru um að gjörningarnir séu sprotnir af hefnd skemmdarvarganna í garð verslunarinnar fyrir að bregðast við búðahnuplinu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×