Innlent

Hótaði starfsmanni með sprautunál

Maðurinn tók þúsundir króna úr peningakassanum
Maðurinn tók þúsundir króna úr peningakassanum
Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir rán sem hann framdi í verslun N1 við Stórahjalla í Kópavogi í árslok 2010. Maðurinn hafði hulið andlit sitt og var vopnaður sprautunál sem hann hótaði starfsmanni verslunarinnar með. Þegar starfsmaðurinn varð ekki við ósk mannsins um að hann afhenti sér peninga stökk hann yfir afgreiðsluborðið og tók talsvert magn af peningum úr peningaskúffu sem stóð opin á borði í afgreiðslunni, eða því sem nemur 142.000 krónum. Málið var þingfest í Hérðasdómi Reykjarness í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×