Innlent

Hafrannsóknarstofa leitar loðnu

Skip Hafrannsóknastofnunar heldur í dag til loðnuleitar þar sem einkum verður leitað loðnu, sem á að koma inn í veiðarnar næsta haust.

Ófullnægjandi upplýsingar liggja hinsvegar fyrir um veiðistofninn, sem á að bera uppi vertíðina í vetur þar sem verkfall og hafís torvelduðu leitina í fyrrahaust.

Engin byrjunarkvóti hefur því verið gefinn út og dvínandi líkur eru á að svo verði gert fyrir áramót. Rannsóknir benda til að stofninn sé að flytja sig nær Grænlandi vegna loftlagsbreytinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×