Líffæraþegar vilja áætlað samþykki um líffæragjafir 3. október 2012 19:26 Fjórir líffæraþegar hvetja þingheim til að samþykkja þingsályktunartillögu um áætlað samþykki við líffæragjafir. Kona sem hefur gengist undir tvær nýrnaígræðslur segir mikilvægt að muna að fólk sé á bak við tölur um bæði líffæragjafir og þega. Diljá, Jóhann, Kjartan og Sigríður eiga það sameiginlegt að vera líffæraþegar. Jóhann er með ný lungu, Kjartan hjarta, Diljá hefur tvisvar farið í nýrnaígræðslu og Sigríður Ásta fékk nýja lifur fyrir rúmu hálfu ári. „Veikindin í tengslum við lifrina komu fyrir fimm árum, þegar ég var svona tvítug. Það varð smám saman verra og verra, ég varð orkulausari og miklir verkir. Svo endaði með því að það var ekkert annað í stöðunni en að fá nýja lifur," segir Sigríður Ásta Vigfúsdóttir. Eftir að hafa beðið í níu mánuði fór Sigríður í lifraígræðslu og er heilsa hennar nú öll að koma til. „Ég fékk reyndar smá höfnun núna í sumar en eftir kröftuga sterameðferð þá gekk það allt til baka. Ég var að byrja aftur í skólanum í haust og þetta er bara allt annað. Ég var orðin nánast rúmliggjandi, gat voða lítið gert og algerlega orkulaus þannig að þetta er bara allt annað," Sigríður Ásta Vigfúsdóttir. Fjórmenningarnir ætla að deila reynslu sinni á opnu málþingi í menntaskólanum í Borgarnesi í kvöld klukkan hálf átta en þar verður þingsályktunartillaga um ætlað samþykki við líffæragjafir í brennidepli. „Við viljum hvetja þingheim til að klára þetta mál, sem að því miður náði ekki í gegn á vorþingi en vonandi klárast það nú á haustþingi. Þetta eru bara tölur sem talað er um. Þetta er allt fólk sem er búið að ganga í gegnum ótrúlega hluti, á öllum aldri alveg frá núll ára upp í níutíu og eitthvað. Þannig að maður verður að hafa það í huga að það er fólk þarna á bak við sem þarf virkilega á þessu að halda. Þetta er það sem bjargar okkur, annars værum við ekki hérna í dag," segir Diljá Ólafsdóttir. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fjórir líffæraþegar hvetja þingheim til að samþykkja þingsályktunartillögu um áætlað samþykki við líffæragjafir. Kona sem hefur gengist undir tvær nýrnaígræðslur segir mikilvægt að muna að fólk sé á bak við tölur um bæði líffæragjafir og þega. Diljá, Jóhann, Kjartan og Sigríður eiga það sameiginlegt að vera líffæraþegar. Jóhann er með ný lungu, Kjartan hjarta, Diljá hefur tvisvar farið í nýrnaígræðslu og Sigríður Ásta fékk nýja lifur fyrir rúmu hálfu ári. „Veikindin í tengslum við lifrina komu fyrir fimm árum, þegar ég var svona tvítug. Það varð smám saman verra og verra, ég varð orkulausari og miklir verkir. Svo endaði með því að það var ekkert annað í stöðunni en að fá nýja lifur," segir Sigríður Ásta Vigfúsdóttir. Eftir að hafa beðið í níu mánuði fór Sigríður í lifraígræðslu og er heilsa hennar nú öll að koma til. „Ég fékk reyndar smá höfnun núna í sumar en eftir kröftuga sterameðferð þá gekk það allt til baka. Ég var að byrja aftur í skólanum í haust og þetta er bara allt annað. Ég var orðin nánast rúmliggjandi, gat voða lítið gert og algerlega orkulaus þannig að þetta er bara allt annað," Sigríður Ásta Vigfúsdóttir. Fjórmenningarnir ætla að deila reynslu sinni á opnu málþingi í menntaskólanum í Borgarnesi í kvöld klukkan hálf átta en þar verður þingsályktunartillaga um ætlað samþykki við líffæragjafir í brennidepli. „Við viljum hvetja þingheim til að klára þetta mál, sem að því miður náði ekki í gegn á vorþingi en vonandi klárast það nú á haustþingi. Þetta eru bara tölur sem talað er um. Þetta er allt fólk sem er búið að ganga í gegnum ótrúlega hluti, á öllum aldri alveg frá núll ára upp í níutíu og eitthvað. Þannig að maður verður að hafa það í huga að það er fólk þarna á bak við sem þarf virkilega á þessu að halda. Þetta er það sem bjargar okkur, annars værum við ekki hérna í dag," segir Diljá Ólafsdóttir.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira