Innlent

Reyndi að smygla neysluskammtinum inn í landið

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli.
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli.
Rúmlega tvítugur íslenskur karlmaður var stöðvaður við komuna til landsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni, grunaður um að hafa fíkniefni í fórum sínum.

Tollgæslan stöðvaði manninn við hefðbundið eftirlit og gerði lögreglunni á Suðurnesjum viðvart um málið. Maðurinn reyndist vera með neysluskammt af amfetamíni og var hann frjáls ferða sinna eftir að lögregla hafði tekið skýrslu af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×