Fyrstu olíuvinnsluleyfin fyrir Drekasvæðið í pípunum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2012 18:45 Búist er við að Orkustofnun gefi út tvö fyrstu sérleyfin í næsta mánuði. Fyrstu sérleyfin til olíuvinnslu í íslenskri lögsögu verða gefin út í næsta mánuði. Búist er við að tveir aðilar fái leyfi í fyrstu atrennu en Orkustofnun fresti útgáfu leyfis til þriðja umsækjandans þar til hann hefur tryggt sér reyndan erlendan samstarfsaðila. Nærri fimm ár eru brátt liðin frá því íslensk stjórnvöld ákváðu að bjóða Drekasvæðið út til olíuvinnslu og nú hyllir undir þáttaskil þegar Orkustofnun gefur út fyrstu sérleyfin en það verður gert fyrir lok næsta mánaðar. Þrjár umsóknir hafa verið til skoðunar frá því í aprílbyrjun en þrír aðilar sóttu þá um leyfi í útboði númer tvö; Eykon Energy, Faroe Petroleum og Íslenskt kolvetni ehf. í sameiningu, og Valiant Petroleum og Kolvetni ehf. í sameiningu. Þessa þrjá hópa mynda þannig þrjú íslensk félög og tvö erlend. Orkustofnun skýrði frá því í dag að drög að leyfum hefðu nú verið send umsækjendum til umsagnar en vill ekki svara því á þessu stigi hvort gert sé ráð fyrir að allir fái leyfi. Orkustofnun sagði í vor að við mat á umsóknunum þremur yrði tekið mið af rannsóknaráætlun, tæknilegri getu og reynslu og fjárhagslegum styrk umsækjenda. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hyggst stofnunin samþykkja tvær umsóknanna; frá Faroe og Íslensku kolvetni, og Valiant og Kolvetni, en setja umsókn Eykons í bið þar til félagið hefur tryggt sér samstarfsaðila sem stenst kröfur útboðsins um tæknilega getu og fjárhagslegan styrk. Orkustofnun metur þannig að enska félagið Valiant ráði við olíuleit á Drekanum en það er nú þegar í olíuvinnslu í Norðursjó og í olíuleit við Noreg og Færeyjar og hafði 65 milljarða króna tekjur í fyrra. Skoska félagið Faroe Petroleum, sem upphaflega var stofnað í Færeyjum, telst einnig nægilega sterkt en það er í olíuleit og vinnslu í lögsögu Bretlands, Noregs og Færeyja, og hafði 16 milljarða króna tekjur í fyrra. Heimildir Stöðvar 2 herma ennfremur að sérleyfin verði innan þess svæði í lögsögu Íslands sem Noregur á fjórðungsrétt á til nýtingar og verður norskum stjórnvöldum því boðið að ákveða hvort þau vilja ganga inn í sérleyfin. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Fyrstu sérleyfin til olíuvinnslu í íslenskri lögsögu verða gefin út í næsta mánuði. Búist er við að tveir aðilar fái leyfi í fyrstu atrennu en Orkustofnun fresti útgáfu leyfis til þriðja umsækjandans þar til hann hefur tryggt sér reyndan erlendan samstarfsaðila. Nærri fimm ár eru brátt liðin frá því íslensk stjórnvöld ákváðu að bjóða Drekasvæðið út til olíuvinnslu og nú hyllir undir þáttaskil þegar Orkustofnun gefur út fyrstu sérleyfin en það verður gert fyrir lok næsta mánaðar. Þrjár umsóknir hafa verið til skoðunar frá því í aprílbyrjun en þrír aðilar sóttu þá um leyfi í útboði númer tvö; Eykon Energy, Faroe Petroleum og Íslenskt kolvetni ehf. í sameiningu, og Valiant Petroleum og Kolvetni ehf. í sameiningu. Þessa þrjá hópa mynda þannig þrjú íslensk félög og tvö erlend. Orkustofnun skýrði frá því í dag að drög að leyfum hefðu nú verið send umsækjendum til umsagnar en vill ekki svara því á þessu stigi hvort gert sé ráð fyrir að allir fái leyfi. Orkustofnun sagði í vor að við mat á umsóknunum þremur yrði tekið mið af rannsóknaráætlun, tæknilegri getu og reynslu og fjárhagslegum styrk umsækjenda. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hyggst stofnunin samþykkja tvær umsóknanna; frá Faroe og Íslensku kolvetni, og Valiant og Kolvetni, en setja umsókn Eykons í bið þar til félagið hefur tryggt sér samstarfsaðila sem stenst kröfur útboðsins um tæknilega getu og fjárhagslegan styrk. Orkustofnun metur þannig að enska félagið Valiant ráði við olíuleit á Drekanum en það er nú þegar í olíuvinnslu í Norðursjó og í olíuleit við Noreg og Færeyjar og hafði 65 milljarða króna tekjur í fyrra. Skoska félagið Faroe Petroleum, sem upphaflega var stofnað í Færeyjum, telst einnig nægilega sterkt en það er í olíuleit og vinnslu í lögsögu Bretlands, Noregs og Færeyja, og hafði 16 milljarða króna tekjur í fyrra. Heimildir Stöðvar 2 herma ennfremur að sérleyfin verði innan þess svæði í lögsögu Íslands sem Noregur á fjórðungsrétt á til nýtingar og verður norskum stjórnvöldum því boðið að ákveða hvort þau vilja ganga inn í sérleyfin.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira