Lífið

Ég var næstum því dáin

MYND / COVER MEDIA
Spéfuglinn Rosie O'Donnell hefur lifað viðburðarríku lífi. Hún fékk hjartaáfall fyrr á árinu og segir að sú lífsreynsla hafi breytt henni til hins betra.

"Mig byrjaði að verkja í handleggina og fann fyrir verk fyrir brjóstinu. Sonur minn, Blake sagði: Mamma, þú ert svo föl. Ég sagði við hann að mér liði ekki svo vel," segir Rosie. Hún vissi ekki hvað hafði hent sig fyrr en daginn eftir þegar hún fór til læknis.

"Ég byrjaði að gráta. Ég dó næstum því – og ég er ekki að ýkja. Þetta er staðreynd."

Rosie henti öllum ruslmat þegar hún kom heim af sjúkrahúsinu og byrjaði að borða hollari mat. Síðan þá hefur hún misst rúm fimm kíló og hefur sjaldan liðið betur.

"Í fyrsta sinn var þetta auðvelt. Ég þurfti að fá hjartaáfall til að læra að hugsa um sjálfa mig. Ég hef fengið annað tækifærið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.