Brooke er tveggja barna móðir og ánægð með náttúrulegt útlit enda stórglæsileg kona.Myndir/Cover media
Fyrirsætan og leikkonan Brooke Shields, 47 ára, er stórglæsileg kona sem er greinilega slétt sama þó að ljósmyndarar elti hana á röndum þegar hún skellir sér í bæinn - ómáluð.
Meðfylgjandi myndir voru teknar af leikkonunni í gærdag þegar hún var á hlaupum í New York klædd í gallabuxur, leðurjakka og sígvél og að ekki sé minnst á kaffibollann sem hún sötraði af á hlaupunum. Þá má einnig sjá myndir af henni á rauða dreglinum.