Lífið

Fegurðarleyndarmál Menu Suvari

MYND / COVER MEDIA
American Beauty-leikkonan Mena Suvari á sér lítið fegurðarleyndarmál sem hún opinberaði fyrir stuttu. Hún fer í fiskafótsnyrtingu í Topshop þegar hún er í Bretlandi.

"Þetta er fyrsti staðurinn sem ég fer á þegar ég kem til Bretlands. Ég fór í fiskafótsnyrtingu síðast þegar ég var í Topshop. Það var pínulítið skrýtið," segir Mena. Fótsnyrtingin felst í því að litlir fiskar narta í dauða skinnið á fótunum á þér og á þessi meðferð að svínvirka og vera afar slakandi. Í Topshop kosta herlegheitin aðeins tíu pund, tæplega tvö þúsund krónur.

Mena er ekki eina stjarnan sem lætur snyrta sig svona heldur er Jessica Simpson líka aðdáandi fótsnyrtingarinnar sem og börn Angelinu Jolie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.