Innlent

Brandarinn um öskuna og peningana ekki fyndinn

„Ekki abbast upp á Ísland. Við eigum kannski ekki peninga en við eigum ösku." Þetta finnst blaðamanni The Telegraph ekki fyndið.
„Ekki abbast upp á Ísland. Við eigum kannski ekki peninga en við eigum ösku." Þetta finnst blaðamanni The Telegraph ekki fyndið. mynd/365
Colin Freeman, blaðamaður breska blaðsins The Telegraph, segir í pistli á vefsíðunni í dag að þeir sem ferðast til Íslands ættu ekki að heimsækja minjagripaverslun við rætur Eyjafjallajökuls.

Ástæðuna segir hann vera ósvífnir stuttermabolir sem þar eru til sölu en á þeim stendur: „Don't mess with Iceland! We may not have cash, but we've got ash." Sem má þýða sem; „Ekki abbast upp á Ísland. Við eigum kannski ekki peninga en við eigum ösku."

Hann segir að bolirnir séu seldir ásamt póstkortum og kviku. Það sé óviðeigandi sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar skuldi Bretum 2,3 milljarða punda, eftir bankahrunið árið 2008. Það finnist breskum skattgreiðendum ekki fyndið.

Þess ber að geta að bolur með þessari áletrun fæst í ferðamannabúðum víða um land.

Lesa má pistil Freeman hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×