Ný íslensk rannsókn um Alzheimer og kæfisvefn 30. september 2012 19:30 Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöður virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á. mynd tengist frétt ekki beint Fyrstu niðurstöður íslenskrar rannsóknar á Alzheimer og kæfisvefni sýna dagamun á þeim sem þjást af báðum sjúkdómum. Sveiflur í svefntruflunum voru meiri en rannsóknarmennirnir bjuggust við. Íslensk rannsókn sem gerð var fyrir um einu og hálfu ári sýndi að kæfisvefn væri algengari hjá Alzheimerssjúklingum. Nú er komin í gang rannsókn á Landspítalanum þar sem tengslin eru skoðuð enn betur en þrjátíu einstaklingar með Alzheimer á byrjunarstigi taka þátt í henni og sofa með sérstakt svefnrannsóknartæki sem greinir kæfisvefn auk þess sem þeir svara spurningum sem reyna á minni og einbeitingu. „Það sem við erum að gera er að við endurtökum þetta, þannig að þetta er gert í 5 skipti samtals. Það sem við erum að leita eftir er hvort að það sé mikil breyting frá einni nótt til annarrar þegar fólk sefur heima hjá sér og allt er í svipuðu horfi," segir Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild LSH á Landakoti. Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöðum virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á. Niðurstöðurnar hafa töluverða þýðingu að mati Jóns ef þær reynast réttar. „Því við höfum alltaf gengið út frá því að það sé hægt að ganga út frá fólki svipuðu á hvaða stigi sjúkdómsins sem er, þannig að það sé nokkuð svipað frá degi til dags." Jón segir að niðurstöðurnar geti nýst í öðrum rannsóknum t.d. þegar áhrif lyfja eru könnuð. „Ef breytileikinn er mjög mikill þá þarf að prófa fólk oftar en kannski heldur færri en hefur verið að gera núna. Í lyfjarannsóknum er verið að prófa hundruð manna, til þess að komast að niðurstöðu. Hugsanlega má komast af með færri, en þá að hver einstaklingur er skoðaður oftar." Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Fyrstu niðurstöður íslenskrar rannsóknar á Alzheimer og kæfisvefni sýna dagamun á þeim sem þjást af báðum sjúkdómum. Sveiflur í svefntruflunum voru meiri en rannsóknarmennirnir bjuggust við. Íslensk rannsókn sem gerð var fyrir um einu og hálfu ári sýndi að kæfisvefn væri algengari hjá Alzheimerssjúklingum. Nú er komin í gang rannsókn á Landspítalanum þar sem tengslin eru skoðuð enn betur en þrjátíu einstaklingar með Alzheimer á byrjunarstigi taka þátt í henni og sofa með sérstakt svefnrannsóknartæki sem greinir kæfisvefn auk þess sem þeir svara spurningum sem reyna á minni og einbeitingu. „Það sem við erum að gera er að við endurtökum þetta, þannig að þetta er gert í 5 skipti samtals. Það sem við erum að leita eftir er hvort að það sé mikil breyting frá einni nótt til annarrar þegar fólk sefur heima hjá sér og allt er í svipuðu horfi," segir Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild LSH á Landakoti. Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöðum virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á. Niðurstöðurnar hafa töluverða þýðingu að mati Jóns ef þær reynast réttar. „Því við höfum alltaf gengið út frá því að það sé hægt að ganga út frá fólki svipuðu á hvaða stigi sjúkdómsins sem er, þannig að það sé nokkuð svipað frá degi til dags." Jón segir að niðurstöðurnar geti nýst í öðrum rannsóknum t.d. þegar áhrif lyfja eru könnuð. „Ef breytileikinn er mjög mikill þá þarf að prófa fólk oftar en kannski heldur færri en hefur verið að gera núna. Í lyfjarannsóknum er verið að prófa hundruð manna, til þess að komast að niðurstöðu. Hugsanlega má komast af með færri, en þá að hver einstaklingur er skoðaður oftar."
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira