Uppfylling minna drauma 10. september 2012 17:00 Anna Eiríksdóttir. ''Ég tel alger forréttindi að fá að starfa í þjónustu kirkjunnar.'' segir hún. fréttablaðið/anton "Hjartað er fullt af hamingju og þakklæti því þetta er uppfylling minna drauma," segir Anna Eiríksdóttir þegar hún er spurð hvernig henni sé innanbrjósts sem verðandi sóknarpresti vestur í Dölum. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni á morgun. "Stundin er svo stór að það er næstum erfitt að höndla hana, henni fylgja svo miklar tilfinningar," segir hún. "Hugur minn hefur stefnt til þess í töluverðan tíma að verða prestur en ég var ekkert of bjartsýn á að fá embætti og því er þetta margfaldur sigur í raun. Ég tel alger forréttindi að fá að starfa í þjónustu kirkjunnar." Anna á fimmtíu og sjö ára afmæli daginn eftir vígslu. Hún útskrifaðist úr guðfræðideild HÍ vorið 2011 og fór þá í starfsþjálfun, fyrst í Áskirkju hjá séra Sigurði Jónssyni og svo á Biskupsstofu. Ástæður efasemda um að hún fengi prestsembætti segir hún þær að lítið hafi verið um lausar stöður undanfarin ár. Þó hafi nokkur embætti verið auglýst síðasta misserið, þrátt fyrir sameiningar prestakalla. "Það er aðallega út af regluverkinu sem er erfiðara fyrir nýútskrifaða guðfræðinga að komast að," segir hún. "Þeir sem hafa reynslu af prestskap byggja á henni." Kveikjuna að því að hún fór í guðfræðinám segir Anna hafa verið brennandi áhuga á greininni. "Ég hef alla tíð verið trúuð manneskja en þó var ég ekki búin að ákveða að gerast prestur þegar ég fór í guðfræði, heldur skráði mig bara í BA-nám og ætlaði að láta þar við sitja. Straumurinn varð svo harðari þegar ég var komin af stað og mér fannst ekki hægt annað en að halda áfram. Köllun? Ég velti stundum fyrir mér orðunum sem Kristur sagði við lærisveinana og koma fram í Jóhannesarguðspjalli. "Það eruð ekki þér sem útvölduð mig, það er ég sem hef útvalið yður." Maður velur sjálfur að hluta til og svo er einhver sem stjórnar á bak við. Þannig verður leiðin í lífinu að einhverju leyti vörðuð. Því trúi ég að minnsta kosti." Dalamenn völdu Önnu sem er búin að fara vestur og hitta þar fólk og skoða kirkjur og líst afskaplega vel á hvort tveggja. Hún mun hafa sjö kirkjur á sinni könnu en segir prestakallið ekki sérlega fjölmennt þó þar hafi átt sér stað sameining eins og víða annars staðar. "Stærsta sóknin er Hjarðarholtssókn. Hjarðarholt er rétt utan við Búðardal og aðsetur prestsins er í þorpinu. Þar ætla ég að búa," upplýsir Anna sem ekki hefur haft fast aðsetur úti á landi áður en líst vel á að söðla um og prófa eitthvað nýtt. "Ástæða þess að mig langar að verða prestur úti á landi er að lífið þar er í öðrum takti, tengslin nánari og starf prestsins af öðrum toga en í borginni," segir hún. Anna hefur lengst af unnið skrifstofustörf, síðari árin hjá Norrænu eldfjallastöðinni við utanumhald starfsfólks og rekstur. "Þau ár eru mér ómetanleg," segir hún. "Ég fann að ég vildi leggja frá mér pappírsvinnuna og starfa meira á lifandi vettvangi og tel mig hafa margháttaða reynslu úr mínu lífi, þar hef ég þurft að takast á við hluti sem hafa eflt mig sem manneskju." Hún er móðir tveggja barna en þau eru bæði komin í langt framhaldsnám erlendis. "Ég flyt ein vestur," segir Anna og kveðst sjá fram á að hafa góðan tíma til að sinna sínu starfi og þjóna fólkinu sínu vel. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
"Hjartað er fullt af hamingju og þakklæti því þetta er uppfylling minna drauma," segir Anna Eiríksdóttir þegar hún er spurð hvernig henni sé innanbrjósts sem verðandi sóknarpresti vestur í Dölum. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni á morgun. "Stundin er svo stór að það er næstum erfitt að höndla hana, henni fylgja svo miklar tilfinningar," segir hún. "Hugur minn hefur stefnt til þess í töluverðan tíma að verða prestur en ég var ekkert of bjartsýn á að fá embætti og því er þetta margfaldur sigur í raun. Ég tel alger forréttindi að fá að starfa í þjónustu kirkjunnar." Anna á fimmtíu og sjö ára afmæli daginn eftir vígslu. Hún útskrifaðist úr guðfræðideild HÍ vorið 2011 og fór þá í starfsþjálfun, fyrst í Áskirkju hjá séra Sigurði Jónssyni og svo á Biskupsstofu. Ástæður efasemda um að hún fengi prestsembætti segir hún þær að lítið hafi verið um lausar stöður undanfarin ár. Þó hafi nokkur embætti verið auglýst síðasta misserið, þrátt fyrir sameiningar prestakalla. "Það er aðallega út af regluverkinu sem er erfiðara fyrir nýútskrifaða guðfræðinga að komast að," segir hún. "Þeir sem hafa reynslu af prestskap byggja á henni." Kveikjuna að því að hún fór í guðfræðinám segir Anna hafa verið brennandi áhuga á greininni. "Ég hef alla tíð verið trúuð manneskja en þó var ég ekki búin að ákveða að gerast prestur þegar ég fór í guðfræði, heldur skráði mig bara í BA-nám og ætlaði að láta þar við sitja. Straumurinn varð svo harðari þegar ég var komin af stað og mér fannst ekki hægt annað en að halda áfram. Köllun? Ég velti stundum fyrir mér orðunum sem Kristur sagði við lærisveinana og koma fram í Jóhannesarguðspjalli. "Það eruð ekki þér sem útvölduð mig, það er ég sem hef útvalið yður." Maður velur sjálfur að hluta til og svo er einhver sem stjórnar á bak við. Þannig verður leiðin í lífinu að einhverju leyti vörðuð. Því trúi ég að minnsta kosti." Dalamenn völdu Önnu sem er búin að fara vestur og hitta þar fólk og skoða kirkjur og líst afskaplega vel á hvort tveggja. Hún mun hafa sjö kirkjur á sinni könnu en segir prestakallið ekki sérlega fjölmennt þó þar hafi átt sér stað sameining eins og víða annars staðar. "Stærsta sóknin er Hjarðarholtssókn. Hjarðarholt er rétt utan við Búðardal og aðsetur prestsins er í þorpinu. Þar ætla ég að búa," upplýsir Anna sem ekki hefur haft fast aðsetur úti á landi áður en líst vel á að söðla um og prófa eitthvað nýtt. "Ástæða þess að mig langar að verða prestur úti á landi er að lífið þar er í öðrum takti, tengslin nánari og starf prestsins af öðrum toga en í borginni," segir hún. Anna hefur lengst af unnið skrifstofustörf, síðari árin hjá Norrænu eldfjallastöðinni við utanumhald starfsfólks og rekstur. "Þau ár eru mér ómetanleg," segir hún. "Ég fann að ég vildi leggja frá mér pappírsvinnuna og starfa meira á lifandi vettvangi og tel mig hafa margháttaða reynslu úr mínu lífi, þar hef ég þurft að takast á við hluti sem hafa eflt mig sem manneskju." Hún er móðir tveggja barna en þau eru bæði komin í langt framhaldsnám erlendis. "Ég flyt ein vestur," segir Anna og kveðst sjá fram á að hafa góðan tíma til að sinna sínu starfi og þjóna fólkinu sínu vel.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira