Lífið

Kirstie Alley kom Tom Cruise til varnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leikkonan Kirstie Alley kom leikaranum Tom Cruise til varnar.
Leikkonan Kirstie Alley kom leikaranum Tom Cruise til varnar.
Leikkonan Kirstie Alley kom Tom Cruise vini sínum til varnar þegar sjónvarpsstöðin Entertainment Tonight spurði hana út í fréttir tímaritsins Vanity Fair af því að Cruise fengi aðstoð Vísindakirkjunnar við að ræða við konur sem hann sæi sem mögulegan maka. Eins og fram hefur komið var aðild Cruise að Vísindakirkjunni nefnd sem ein helsta ástæða þess að Katie Holmes sótti um skilnað frá honum fyrr í sumar.

Alley sagði að þegar fréttir væru fengnar frá þriðja aðila væri hætta á að upplýsingar myndu skolast til og um væri að ræða kjaftasögur. „Ég held að tímarit af þessu tagi hefði átt að taka viðtal við hann og þá hefðu þau fengið að heyra sannleikann," sagði Kirstie, sem sjálf er aðili að Vísindakirkjunni. Hún bætti því við að sennilegast litu öll trúarbrögð skringilega út í augum þeirra sem iðkuðu þau ekki sjálfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.