Erlent

Var Jesús kvæntur?

Handritið.
Handritið. mynd/AP
Svo virðist sem að Jesús hafi átt eiginkonu. Karen King, guðfræðiprófessor við Harvard, kynnti í vikunni aldagamalt papýrusbrot þar sem vísað er til konu frelsarans.

Þýðing textabrotsins er á þessa leið: „Jesús sagði við þá: Konan mín."

Handritið er talið vera frá annarri öld eftir krist en það er ritað á tungumáli egypskra kopta. Afar ólíklegt þykir að ritið sé falsað þó svo að vísinda- og fræðimenn hafi ekki getað ákvarðað uppruna þess.

Fræðimenn hafa lengi vel deilt um hjúskaparstöðu Jesú en samkvæmt kristnifræðinni gekk frelsarinn aldrei að eiga konu.

Samkvæmt textabrotinu er konan sem Jesús vísar til María Magdalena. Enn fremur er María sögð vera þess verðug að teljast lærisveinn frelsarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×