Ekki verið að kjósa um aðskilnað ríkis og kirkju Erla Hlynsdóttir skrifar 2. september 2012 19:15 Ekki er verið að kjósa um aðskilnað ríkis og kirkju í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, segir lögfræðimenntaður stjórnlagaráðsmaður. Ef meirihluti kjósenda vill ákvæði um þjóðkirkju úr stjórnarskrá, þýðir það einfaldlega að kirkjan missir stjórnarskrárvernd sína. Deildar meiningar eru um hvað í raun er verið að kjósa þegar fólk svarar spurningunni: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði ákvæði um þjóðkirkju á Ísland?" Í fréttum okkar í gær sagði biskup Íslands að þarna væri alls ekki verið að kjósa um aðskilnað ríkis og kirkju, á meðan Björg Thorarensen lagaprófessor sagði spurninguna svo opna að auðvelt væri að túlka niðurstöðuna á ólíka vegu. „Stjórnlagaráð fann að mínu mati mjög fína málamiðlun, það er að segja, við lögðum til að í stjórnarskránni væri ekkert efnisatriði um þjóðkirkjuna. En í stjórnarskránni núna stendur að það skuli vera hér þjóðkirkja og að ríkisvaldið skuli styðja hana. Það er auðvitað ákveðin mismunun þannig að þetta atriði er tekið út úr frumvarpinu og við leggjum til að um leið og Alþingi, eða tiltekið hlutfall kjósenda vill breyta þjóðkirkjufyrirkomulaginu, að þá verði bara þjóðaratkvæðagreiðsla um það," segir Gísli Tryggvason, stjórnlagaráðsmaður og lögmaður. Hann telur málið því ekki eins flókið og margir vilja meina. „Ég segi stundum svona þegar ég er að skrifa hálf-fræðilegan texta, að lagalegur status þjóðkirkjunnar sé færður úr stjórnarskránni og í almenn lög. Það er aðalbreytingin, að stjórnarskrárvernd kirkjunnar er afnumin og það held ég að mörgum líki vel." En í framhaldinu vaknar spurning um hvort hægt er að hafa þjóðkirkju ef hennar er hvergi getið í stjórnarskrá. „Já, ég heyrði að prófessor var að velta því fyrir sér, en þegar það stendur í stjórnarskránni að það megi setja lög og reglur um kirkjuskipan þá er það vísbending um að það megi hafa þjóðkirkju, en það sé líka hægt að sleppa því, eftir því hvað þjóð og þing vilja," segir Gísli. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Ekki er verið að kjósa um aðskilnað ríkis og kirkju í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, segir lögfræðimenntaður stjórnlagaráðsmaður. Ef meirihluti kjósenda vill ákvæði um þjóðkirkju úr stjórnarskrá, þýðir það einfaldlega að kirkjan missir stjórnarskrárvernd sína. Deildar meiningar eru um hvað í raun er verið að kjósa þegar fólk svarar spurningunni: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði ákvæði um þjóðkirkju á Ísland?" Í fréttum okkar í gær sagði biskup Íslands að þarna væri alls ekki verið að kjósa um aðskilnað ríkis og kirkju, á meðan Björg Thorarensen lagaprófessor sagði spurninguna svo opna að auðvelt væri að túlka niðurstöðuna á ólíka vegu. „Stjórnlagaráð fann að mínu mati mjög fína málamiðlun, það er að segja, við lögðum til að í stjórnarskránni væri ekkert efnisatriði um þjóðkirkjuna. En í stjórnarskránni núna stendur að það skuli vera hér þjóðkirkja og að ríkisvaldið skuli styðja hana. Það er auðvitað ákveðin mismunun þannig að þetta atriði er tekið út úr frumvarpinu og við leggjum til að um leið og Alþingi, eða tiltekið hlutfall kjósenda vill breyta þjóðkirkjufyrirkomulaginu, að þá verði bara þjóðaratkvæðagreiðsla um það," segir Gísli Tryggvason, stjórnlagaráðsmaður og lögmaður. Hann telur málið því ekki eins flókið og margir vilja meina. „Ég segi stundum svona þegar ég er að skrifa hálf-fræðilegan texta, að lagalegur status þjóðkirkjunnar sé færður úr stjórnarskránni og í almenn lög. Það er aðalbreytingin, að stjórnarskrárvernd kirkjunnar er afnumin og það held ég að mörgum líki vel." En í framhaldinu vaknar spurning um hvort hægt er að hafa þjóðkirkju ef hennar er hvergi getið í stjórnarskrá. „Já, ég heyrði að prófessor var að velta því fyrir sér, en þegar það stendur í stjórnarskránni að það megi setja lög og reglur um kirkjuskipan þá er það vísbending um að það megi hafa þjóðkirkju, en það sé líka hægt að sleppa því, eftir því hvað þjóð og þing vilja," segir Gísli.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira