Erlent

Harmleikur í Marokkó

Frá vettvangi í Marokkó.
Frá vettvangi í Marokkó. mynd/AP
Að minnsta kosti fjörutíu og tveir létust þegar rúta rann niður í gil í Atlasfjöllum í Marokkó í nótt.

Talið er að rútan hafi fallið rúmlega hundrað og fimmtíu metra. Þá leikur grunur á að rútan hafi verið yfirfull af fólki.

Er þetta versta rútuslys í sögu Marokkó en slík óhöpp er tíð í landinu. Rúmlega tuttugu voru dregnir út úr flakinu.

Þeir sem létust voru heimamenn samkvæmt yfirvöldum í Marokkó og stendur rannsókn á málinu yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×