Erlent

Staðfest að Sigrid er látin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stúlkan sem fannst látin í úthverfi Oslóar í Noregi í gærkvöld er Sigrid Schjetne. Lögreglan í Oslo staðfesti þetta á blaðamannafundi sem hófst nú klukkan fjögur. Líkið fannst í skóglendi í Kolbotn í Oppegård.

Tveir menn eru í haldi grunaðir um að bera ábyrgð á andláti hennar, annar þeirra er 37 ára gamall en hinn er á sjötugsaldri. Sá eldri hefur áður komið við sögu lögreglunnar.

Lögreglan tók fram á blaðamannafundinum að ekki liggur fyrir hve langt er síðan Sigrid lést.

Um það bil mánuður er liðinn frá því að Sigrid, sem var sextán ára gömul, hvarf sporlaust. Umfangsmikil leit hefur farið fram sem hundruð manna tók þátt í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×