Erlent

Áhöfn skútunnar bjargað

BBI skrifar
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki.
10 manna áhöfn pólskrar skútu sem komst í hann krappan undan ströndum Færeyja hefur verið bjargað um borð í danska varðskipið Brimil.

Skútan sendi út neyðarkall í morgun. Hún var þá staðsett um 80 sjómílur vestur af Færeyjum. Þar rak hana undan veðri í stormi og 10-12 metra ölduhæð. Þyrlur dönsku strandgæslunnar og Atlantic Airways höfðu reynt að bjarga fólkinu frá borði án árangurs. Varðskipið Brimill komst upp að skútunni um sex leytið í kvöld og um klukkustund síðar hafði tekist að flytja áhöfnina frá borði.

Skútan er fjórtan metra löng og hafði viðkomu í Reykjavík í júlí áður en hún hélt í lengri siglingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×