Lífið

Átta kvölda uppistandssería

Ari Eldjárn kemur fram.
Ari Eldjárn kemur fram.
Grínistarnir Ari Eldjárn, Þorsteinn Guðmundsson, Steinn Ármann Magnússon og Jóhannes Kristjánsson eftirherma verða hluti af nýrri Thule-uppistandsseríu á Gullöldinni í Grafarvogi.

Uppistandarinn Beggi blindi og Davíð Þór Rúnarsson, eigandi Gullaldarinnar, eru mennirnir á bak við seríuna sem verður haldin tvo fyrstu miðvikudagana í hverjum mánuði fram að jólum. "Beggi blindi kom til okkar og vildi halda uppistand.

Okkur datt í hug að gera meira úr því og úr varð átta kvölda sería," segir Davíð Þór. "Þetta leggst virkilega vel í mig. Við erum búnir að ná inn öllum stærstu nöfnunum og þetta lítur vel út," segir hann en fleiri grínistar eiga eftir að bætast við. "Ég held að þessi hópur hafi aldrei komið saman áður, ekki svona margir og svona þekktir. Þetta verður einn allra glæsilegasti uppistandsviðburður sem hefur verið haldinn hérlendis."

Uppistandið hófst í gærkvöldi þegar Beggi blindi, Björk Jakobs og Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands, stigu á svið. Næsta miðvikudagskvöld skemmta Ari Eldjárn, Þórhallur Þórhallsson og Leifur hressi.

Öll kvöldin byrja klukkan 22 og er frítt inn. Þrír til fjórir uppistandarar koma fram á hverju kvöldi og reiknar Davíð Þór með því að eitt kvöldið verði tileinkað kvenkyns uppistöndurum.

-fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.