Erlent

Gullgrafarar frömdu fjöldamorð á frumstæðum indjánum

Menn sem stunda ólöglegan gullgröft á Amazon svæðinu eru sagðir hafa myrt um 80 einstaklinga af frumstæðum indjánaættbálki sem kallast Yanomani.

Aðeins þrír einstaklingar lifðu af þessi fjöldamorð sem áttu sér stað við landamæri Venesúela og Brasilíu.

BBC greinir frá þessu og hefur sínar upplýsingar frá ýmsum mannréttindasamtökum. Yanomani indjánarnir hafa lengi kvartað undan ágangi hinna ólöglegu gullgrafara á landi sínu en verðhækkanir á gulli undanfarin ár hafa aukið mjög við ásókn þeirra inn á þetta svæði.

Mannréttindasamtök hvetja til rannsóknar á þessu fjöldamorði og að þeir sem stóðu að baki þeim verði sóttir til saka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×