Erlent

Húsleit gerð vegna hvarfs Sigrid Schjetne

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan gerði í morgun húsleit hjá 29 ára gömlum manni sem er grunaður um að hafa gefið falskan vitnisburð hjá lögreglunni við rannsókn á hvarfi Sigrid Schjetne, ungri stúlku sem hvarf í ágúst.

Samkvæmt frásögn norska ríkisútvarpsins hafa lögreglumenn ekki gefið neinar ástæður fyrir húsleitinni.

Maðurinn sem á íbúðina hefur áður verið dæmdur fyrir nauðgun, en hann mun hafa verið með kannabisefni undir höndum þegar lögregla gerði húsrannsókn hjá honum á mánudag.

Lögreglan hefur síðustu daga sagt að meira sé vitað um málið en látið er uppi í fjölmiðlum. Umhverfið þar sem vitað er að Sigrid var rétt áður en hún hvarf hefur verið rannsakað ítarlega.

25 dagar eru liðnir frá þvi að Sigrid hvarf og fjölskylda hennar hefur heitið því sem nemur 20 milljónum fyrir upplýsingar sem geta leitt til þess að málið leysist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×