Ísak veldur usla í New Orleans 29. ágúst 2012 19:30 Götur New Orleansborgar voru auðar þegar lægðamiðja Ísaks nálgaðist borgina fyrr í dag. Íbúar borgarinnar eru hreint ekki ókunnugir slíkri veðráttu enda eru fellibyljir tíðir á suðausturströnd Bandaríkjanna. Vindstyrkur Ísaks, sem er fyrsta stigs fellibylur, hefur náð um og yfir fjörutíu metrum á sekúndu. Hann er því engan veginn jafn öflugur og fellbylurinn Katrína sem olli miklu tjóni fyrir sjö árum síðan. Vindstyrkur í Katrínu náði allt að sjötíu og átta metrum og sekúndu. Það er því ekki búist við að Ísak muni valda jafn miklu tjóni og Katrína. Samt sem áður hafa yfirvöld í New Orleansborg og Louisianaríki hvatt fólk til að halda sig innandyra. Rúmlega hálf milljón manna eru án rafmagns í ríkinu og þremur öðrum. Þá hafa þúsundir flúið heimili sín. Fellibyljir eru afar óreiðukennd og óútreiknanleg veðurkerfi. Erfitt getur verið að geta sér til um braut þeirra og styrk. En eitt er ljóst: Ísak fer hægt yfir. Þegar fellibylurinn náði landi í morgun hægðist verulega á honum. Þessu fylgir mikið vatnsveður og það er einmitt það sem yfirvöld í New Orleans óttast. Borgarstjóri New Orleans, Mitch Landrieu, sagði í dag að flóðvarnargarðar borgarinnar væru í stakk búnir til að takast á við úrhellið og að vel hefði gengið að dæla burt flóðvatni í borginni. Þá hefur Bobby Jindal, ríkisstjóri Louisiana, biðlað til íbúa að fara varlega og gera ráð fyrir hinu versta. „Þetta var hálfbrjálað, mjög hvasst og blautt," segir Vigdís María Hermannsdóttir. „Það voru trjágreinar úti um allt. En þetta er samt ekki svo slæmt, það var bara mjög hvasst og blautt. Þetta er ekki hættulegt." Ísak mun halda áfram að valda usla í kvöld og nótt. Gert er ráð fyrir að hann nái að bænum Baton Rouge í norðvestur New Orleans á næstu tólf tímum en þá mun hafa dregið úr vindstyrknum. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Götur New Orleansborgar voru auðar þegar lægðamiðja Ísaks nálgaðist borgina fyrr í dag. Íbúar borgarinnar eru hreint ekki ókunnugir slíkri veðráttu enda eru fellibyljir tíðir á suðausturströnd Bandaríkjanna. Vindstyrkur Ísaks, sem er fyrsta stigs fellibylur, hefur náð um og yfir fjörutíu metrum á sekúndu. Hann er því engan veginn jafn öflugur og fellbylurinn Katrína sem olli miklu tjóni fyrir sjö árum síðan. Vindstyrkur í Katrínu náði allt að sjötíu og átta metrum og sekúndu. Það er því ekki búist við að Ísak muni valda jafn miklu tjóni og Katrína. Samt sem áður hafa yfirvöld í New Orleansborg og Louisianaríki hvatt fólk til að halda sig innandyra. Rúmlega hálf milljón manna eru án rafmagns í ríkinu og þremur öðrum. Þá hafa þúsundir flúið heimili sín. Fellibyljir eru afar óreiðukennd og óútreiknanleg veðurkerfi. Erfitt getur verið að geta sér til um braut þeirra og styrk. En eitt er ljóst: Ísak fer hægt yfir. Þegar fellibylurinn náði landi í morgun hægðist verulega á honum. Þessu fylgir mikið vatnsveður og það er einmitt það sem yfirvöld í New Orleans óttast. Borgarstjóri New Orleans, Mitch Landrieu, sagði í dag að flóðvarnargarðar borgarinnar væru í stakk búnir til að takast á við úrhellið og að vel hefði gengið að dæla burt flóðvatni í borginni. Þá hefur Bobby Jindal, ríkisstjóri Louisiana, biðlað til íbúa að fara varlega og gera ráð fyrir hinu versta. „Þetta var hálfbrjálað, mjög hvasst og blautt," segir Vigdís María Hermannsdóttir. „Það voru trjágreinar úti um allt. En þetta er samt ekki svo slæmt, það var bara mjög hvasst og blautt. Þetta er ekki hættulegt." Ísak mun halda áfram að valda usla í kvöld og nótt. Gert er ráð fyrir að hann nái að bænum Baton Rouge í norðvestur New Orleans á næstu tólf tímum en þá mun hafa dregið úr vindstyrknum.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira