Erlent

Norðmenn vilja Stoltenberg áfram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jens Stoltenberg nýtur áfram trausts norsks almennings, samkvæmt nýrri könnun.
Jens Stoltenberg nýtur áfram trausts norsks almennings, samkvæmt nýrri könnun.
Meirihluti almennings í Noregi vill ekki að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra landsins, segi af sér embætti, þrátt fyrir að stjórnvöld í landinu hafi beðið mikinn álitshnekki eftir að sannleiksskýrsla um fjöldamorðin í Osló og Útey kom út í fyrradag.

Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem gerð var í fyrradag og norska ríkisútvarpið sagði frá í gærkvöld. Samkvæmt henni segja rétt rúmlega 70% að Stoltenberg eigi ekki að segja af sér. Rúm 20% telja hins vegar að hann eigi að gera það. Um 6% hafa ekki mótað sér skoðun á málinu.

Í sannleiksskýrslunni segir að norsk yfirvöld og lögreglan hafi brugðist daginn sem árásin varð. Leiðarahöfundur Verdens Gang sagði í gær að Stoltenberg yrði að segja af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×