Lífið

Risavaxin flaska á ferð um landið

Flöskunni hefur verið komið fyrir víða í sumar, meðal annars uppi á Esju.
Flöskunni hefur verið komið fyrir víða í sumar, meðal annars uppi á Esju.
Í sumar hefur ferðafólk gengið fram á risaflösku af Appelsín á ólíklegustu stöðum á landinu. Þegar betur er að gáð kemur svo í ljós hleri á flöskunni og er hún jafnan full af ísköldu gosi til að svala þorsta ferðafólksins. Flöskunni hefur þá verið komið fyrir á útivistarsvæðum, í grennd við fjölfarnar náttúruperlur eða áningarstaði ferðafólks, jafnvel uppi á sjálfri Esjunni.

Það er hress hópur á vegum Ölgerðarinnar sem stendur fyrir þessu uppátæki. „Við fórum af stað með þetta verkefni í lok júní þegar okkur þótti ljóst að veðurblíðan væri ekki á neinu undanhaldi“, segir Sigurður Valur Sigurðsson vörumerkistjóri hjá Ölgerðinni. „Okkur þótti við hæfi að bjóða landanum upp á svalandi sopa í sumarblíðunni enda er Egils Appelsín ekta íslenskur drykkur og vel við hæfi að rekast á hann á óvæntum stöðum um allt land.“

Ferðalagi risaflöskunnar er fjarri því að vera lokið. „Við eigum eftir að heimsækja nokkra staði á næstu vikum. Flaskan hefur til að mynda ekkert farið norður ennþá og við munum að sjálfsögðu bæta úr því. Við hvetjum því fólk til að fylgjast vel með,“ segir Sigurður en hægt er að fylgjast með ferðum flöskunnar á vefnum appelsin.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.