Erlent

Holmes birt ákæra

James Holmes
James Holmes mynd/AP
Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 12 á miðnætursýningu nýjustu Batman-kvikmyndarinnar í Colorado hefur nú formlega verið ákærður fyrir glæpina. Ákæran er í 142 liðum. Ekki er búið að ákveða hvort að farið verður fram á dauðarefsingu yfir honum.

Hinum tuttugu og fjögurra ára gamla James Holmes er gefið að sök að hafa skotið á sýningargesti stuttu eftir að kvikmyndin hófst þann 20. júlí síðastliðinn. Hátt í sextíu særðust í skotárásinni, af þeim liggja tíu enn á sjúkrahúsi. Fjórir eru í lífshættu.

Þá fannst einnig mikið magn sprengiefna á heimili Holmes. Tæknideild lögreglunnar í Aurora þurfti að aftengja flóknar sprengigildrur áður en lögreglumann gátu rannsakað íbúðina.

Holmes var doktorsnemi í taugaskurðlækningum. Talið er að hann sé haldinn geðhvarfasýki en hann hafði verið í meðferð hjá geðlækni í aðdraganda skotárásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×