Erlent

Bandaríkjamenn boða nýjar aðgerðir gegn Íran

Barack Obama, Bandaríkjaforseti.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti. mynd/AP
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa boðað nýjar efnahagsþvinganir gegn Íran. Þá verður hert á eldri refsiaðgerðum gegn landinu.

Barack Obama, Bandríkjaforseti tilkynnti aðgerðirnar í dag.

Stjórnvöld í Íran hafa leitað leiða til að komast hjá núverandi þvingunum en þær taka til kaupa og sölu á olíu.

Obama lýsti því yfir að enn væri vilji af hálfu yfirvalda í Bandaríkjunum að semja við Írani. Hann ítrekaði þó að það væri Írönum bæri skylda til að standa við alþjóðlega skuldbindingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×