Erlent

Skotmaðurinn verður ekki látinn laus

Jón Hákon Halldórsson skrifar
James Holmes fyrir rétti í dag.
James Holmes fyrir rétti í dag. mynd/ afp.
Hinn 24 ára gamli James Holmes, sem grunaður er um að hafa skotið tólf manns til bana í Aurora í Colorado á föstudagsmorgun, var í fyrsta sinn leiddur fyrir dómara í dag. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að Holmes mun sitja í gæsluvarðhaldi og á ekki möguleika á því að verða látinn laus gegn tryggingu. Samkvæmt frásögn BBC fréttastöðvarinnar eru níu alvarlega særðir eftir árásina en alls særðust 58.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×