Innlent

Jarðskjálftar við Grímsey

Nokkrir jarðskjálftar mældust austsuðaustur af af Grímsey um klukkan 20 í kvöld. Að sögn jarðfræðings á vakt hjá Veðurstofunni voru nokkrir skjálftar yfir 2 stig af stærð en sá stærsti mældist rúmlega þrjú og hálft stig. Skjálftar á þessu svæði eru algengir en ólíklegt er að íbúar á svæðinu hafi fundið fyrir þeim þar sem þeir áttu upptök sín tæplega 30 kílómetrum frá Grímsey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×