Tónleikar í Bíó Paradís á fimmtudögum BBI skrifar 24. júlí 2012 16:11 Mynd/Stefán Karlsson Þegar vora tekur og sólin fer að skína missir hin myrkrum þjakaða þjóð allan áhuga á að sitja í dimmum bíósal og borða popp. Þetta hefur ekki farið fram hjá þeim sem reka Bíó Paradís. Þess vegna verða ekki bíósýningar í sal eitt á fimmtudagskvöldum klukkan tíu heldur tónleikar í staðinn. „Það er svona hálftilgangslaust að keppa við stóru bíóin á sumrin. Þannig við ákváðum bara að gera eitthvað skemmtilegt," segir Tumi Árnason, sem sér um tónleikaröðina. Rétt er að taka fram að það eru aðeins sýningar í sal eitt sem felldar eru niður en starfsemi í öðrum sölum er óbreytt. Tónleikarnir verða í Bíó Paradís á fimmtudögum klukkan 10. Nú þegar hafa tvennir tónleikar farið fram. Hvorir tveggja fóru fram á kaffihúsinu í anddyri kvikmyndahússins en sömuleiðis verður í boði að halda tónleika í sjálfum bíósalnum. Þá getur fólk setið sperrt og menningarlegt í sætum og horft yfirvegað á tónlistarmennina. Og það er einmitt það sem stendur til næsta fimmtudag þegar hljómsveitin The Heavy Experience verður meðal þeirra sem stígur á stokk. „Við ætlum að varpa myndum á tjaldið og prófa okkur áfram með að nota salinn eins og við getum," segir Tumi sem er einnig saxófónleikari hljómsveitarinnar. Hér má sjá facebook síðu þeirra tónleika. Tónleikaröðin mun standa fram í ágúst og ljúka með einhvers konar menningarnæturdagskrá. Aðgangur á alla tónleikana er ókeypis. „Við hvetjum fólk bara til að mæta snemma á kaffihúsið, drekka kaffi og bjór og njóta lífsins í sumargleðinni," segir Tumi.Athugasemd 25. júlí: Fyrirsögn fréttarinnar var áður: Ekki bíó í Bíó Paradís á fimmtudögum. Því var breytt þar sem það þótti villandi og neikvætt. Hér með undirstrikast að það er bíó í Bíó Paradís alla fimmtudaga í öllum sölum allan daginn nema sal númer eitt klukkan 10. Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Þegar vora tekur og sólin fer að skína missir hin myrkrum þjakaða þjóð allan áhuga á að sitja í dimmum bíósal og borða popp. Þetta hefur ekki farið fram hjá þeim sem reka Bíó Paradís. Þess vegna verða ekki bíósýningar í sal eitt á fimmtudagskvöldum klukkan tíu heldur tónleikar í staðinn. „Það er svona hálftilgangslaust að keppa við stóru bíóin á sumrin. Þannig við ákváðum bara að gera eitthvað skemmtilegt," segir Tumi Árnason, sem sér um tónleikaröðina. Rétt er að taka fram að það eru aðeins sýningar í sal eitt sem felldar eru niður en starfsemi í öðrum sölum er óbreytt. Tónleikarnir verða í Bíó Paradís á fimmtudögum klukkan 10. Nú þegar hafa tvennir tónleikar farið fram. Hvorir tveggja fóru fram á kaffihúsinu í anddyri kvikmyndahússins en sömuleiðis verður í boði að halda tónleika í sjálfum bíósalnum. Þá getur fólk setið sperrt og menningarlegt í sætum og horft yfirvegað á tónlistarmennina. Og það er einmitt það sem stendur til næsta fimmtudag þegar hljómsveitin The Heavy Experience verður meðal þeirra sem stígur á stokk. „Við ætlum að varpa myndum á tjaldið og prófa okkur áfram með að nota salinn eins og við getum," segir Tumi sem er einnig saxófónleikari hljómsveitarinnar. Hér má sjá facebook síðu þeirra tónleika. Tónleikaröðin mun standa fram í ágúst og ljúka með einhvers konar menningarnæturdagskrá. Aðgangur á alla tónleikana er ókeypis. „Við hvetjum fólk bara til að mæta snemma á kaffihúsið, drekka kaffi og bjór og njóta lífsins í sumargleðinni," segir Tumi.Athugasemd 25. júlí: Fyrirsögn fréttarinnar var áður: Ekki bíó í Bíó Paradís á fimmtudögum. Því var breytt þar sem það þótti villandi og neikvætt. Hér með undirstrikast að það er bíó í Bíó Paradís alla fimmtudaga í öllum sölum allan daginn nema sal númer eitt klukkan 10.
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira