Erlent

16 mánaða fangelsi fyrir að þykjast vera lögga

Maður sem þóttist vera lögreglumaður í Svíþjóð í apríl hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi.

Maðurinn stöðvaði bíl konu og sagði hana hafa ekið of hratt. Hann sannfærði hana um að hann væri óeinkennisklæddur lögreglumaður. Hann sleppti henni þó en stöðvaði bíl hennar á ný nokkrum mínútum seinna og bað um símanúmer hennar, fyrir lögregluna.

Hann sendi henni svo skilaboð seinna um kvöldið og bað hana að hitta sig, þar sem hún hefði sloppið svo vel. Það endaði þó með því að hann var handtekinn og nú dæmdur, en auk þess að þykjast vera lögreglumaður hafði maðurinn stolið bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×