Erlent

Sýndu fána Suður-Kóreu við hlið leikmanna Norður-Kóreu

Þjálfara liðsins var ekki skemmt.
Þjálfara liðsins var ekki skemmt.
Leikur Norður-Kóreu og Kólumbíu í kvenna knattspyrnu átti að hefjast klukkan 19:45 að staðartíma í Glasgow í kvöld. En stuttu áður en flautað var til leiks sýndi skjárinn á leikvanginum myndir af liðsmönnum Norður-Kóreu en við hlið myndanna var þjóðfáni Suður-Kóreu.

Það verður að teljast mjög óheppilegt þar sem samskipti þjóðanna er langt frá því að vera góð.

Þegar leikmenn Norður-Kóreu sáu skjáinn var þeim ekki skemmt og skipaði þjálfari liðsins þeim að halda til búningsherbergja. Þar dvöldu stelpurnar í rúman klukkutíma áður en forsvarsmenn liðsins tóku afsökunarbeiðni vallarstarfsmanna.

„Við biðjum liðið innilegrar afsökunar á þessum mistökum sem áttu sér stað og lofum því að slíkt mun ekki endurtaka sig," var haft eftir einum skipuleggjandanna.

Um 70 mínútur eru búnar af leiknum og leiðir Norður-Kórea með einu marki gegn engu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×