Erlent

Sjö fórust í námuslysi í Mexíkó

Sjö námumenn fórust og nokkrir slösuðust þegar sprenging varð í námu í Coahulia-héraðinu í norðurhluta Mexíkó. Talið er að gasleki hafi valdið sprengingunni.

Námuslys hafa verið tíð í Coahulia en eitt það versta varð 2007 þegar 67 námuverkamenn fórust í einni námunni þar.

Mannréttindasamtök hafa ítrekað yfir áhyggjum sínum af aðbúnaði námuverkamana í héraðinu sem liggur að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×