Erlent

Holmes sendi lýsingar á skotárásinni til háskóla síns

Í ljós hefur komið að James Holmes maðurinn sem myrti 12 manns og særði tugi annarra í skotárás á forsýningu nýjustu Batman myndarinnar í Denver sendi pakka með ítarlegum upplýsingum um árásina til háskólans sem hann stundaði nám við.

Fox sjónvarpsstöðin greindi frá þessu í gærkvöldi en pakkinn var sendur til læknadeildar háskólans nokkrum dögum fyrir árásina. Holmes stundaði áður nám í taugalækningum við skólann en var hættur því námi þegar árásin átti sér stað.

Í pakkanum er að m.a. að finna teikningar af særðum fórnarlömbum auk lýsingar á árásinni. Talsmenn læknadeildarinnar segja að pakkanum hafi verið komið í hendur lögreglunnar.

Talsmenn bandarísku alríkislögreglunnar FBI vilja ekki tjá sig um málið þar sem dómarinn í málinu hefur takmarkað þær upplýsingar sem má gefa um rannsókn þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×