Erlent

Ólympíumet sem seint eða aldrei verða slegin

Fimleikakonan Nadia Comaneci á ólympíumet sem aldrei verður slegið.
Fimleikakonan Nadia Comaneci á ólympíumet sem aldrei verður slegið.
Til eru met á sumarólympíuleikum sem aldrei verða slegin og met sem erfitt er að sjá að nokkurn tíman verði slegin.

Það er fimleikakonan Nadia Comaneci frá Rúmeníu sem á met sem aldrei verður slegið nema reglum Ólympíuleikana verði breytt. Nadia er yngsti keppandinn sem unnið hefur til gullverðlauna á Ólympíuleikum en hún var aðeins 14 ára gömul þegar hún sópaði til sín þrennum gullverðlaunum á leikunum árið 1976. Í dag verða keppendur að vera orðnir minnst 16 ára gamlir til að geta verið með.

Aldursmetið á Svíinn Oscar Swahn en hann var orðinn 72 ára gamall þegar hann vann til silfurverðlauna í skotfimi á leikunum árið 1920.

Ungverski skylmingakappinn Aladar Gerevich á síðan metið fyrir gullverðlaun á flestum Ólympíuleikum eða alls sex leikum á árabilinu 1932 til 1960.

Bandaríkjamenn eiga metið fyrir flest gullverðlaun á einum leikum en þeir unnu 83 slík árið 1984, að vísu á heimavelli í Los Angeles þar sem Sovétríkin helstu keppinautar þeirra á þessum árum voru ekki með.

Það er einnig Bandaríkjamaður sem unnið hefur til flestra gullverðlauna á einum leikum, Hér er um sundmanninn Michael Phelps að ræða en hann vann 8 gullverðlaun á leikunum í Bejing árið 2008.

Mónakó á síðan þann vafasama heiður að vera eina þjóðin sem ekki hefur hlotið nein verðlaun á 18 sumarólympíuleikum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×