Erlent

Fór næstum því út í geim, opnaði hurðina og stökk út!

Fallhífarstökkvarinn Felix Baumgartner stökk í dag úr þrjátíu kílómetra hæð og náði mest 862 kílómetra hraða. Hann var í þrjár mínútur og fjörutíu og átta sekúndur í loftinu áður en hann spennti út fallhífina og sveif svo í tæplega ellefu mínútur áður en hann lenti í eyðimörkinni í Nýju Mexíkó.

Með þessu stökki sínu er hann annar maðurinn í sögunni sem stekkur til jarðar úr þessari hæð. En það sem er kannski undarlegast við þetta allt saman er að þetta ótrúlega stökk hans var einungis upphitun.

Hann var einungis að prófa búnaðinn sinn því í lok ágúst ætlar hann að stökk úr 36,5 kílómetra hæð, eða 120 þúsund feta hæð. Það mun verða hæsta stökk sögunnar. Í því stökki er gert ráð fyrir að hann kljúfi hljóðmúrinn.

Þetta athæfi hans er verkefni sem unnið er í samvinnu við orkudrykkinn Red Bull. Lesa má nánar um það hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×