Erlent

Hjólaði frá Kína til að sjá Ólympíuleikana

Chen Guanming, 57 ára kónverskur bóndi, hefur eytt síðustu tveimur árum í að hjóla um 60 þúsund kílómetra til þess eins að upplifa ólympíustemminguna. Á þessu ferðalagi sínu hefur hann hjólað í gegnum 16 lönd á sérútbúnu hjóli.
Chen Guanming, 57 ára kónverskur bóndi, hefur eytt síðustu tveimur árum í að hjóla um 60 þúsund kílómetra til þess eins að upplifa ólympíustemminguna. Á þessu ferðalagi sínu hefur hann hjólað í gegnum 16 lönd á sérútbúnu hjóli. mynd/afp
Það eru ekki allir sem eiga efni á flugferð til Lundúna til að geta fylgst með Ólympíuleikunum sem fram fara í borginni næstu vikurnar. Kínverskur bóndi lét peningaleysið þó ekki stoppa sig heldur hjólaði alla leið frá Kína til Lundúna!

Chen Guanming, 57 ára kónverskur bóndi, hefur eytt síðustu tveimur árum í að hjóla um 60 þúsund kílómetra til þess eins að upplifa ólympíustemminguna. Á þessu ferðalagi sínu hefur hann hjólað í gegnum 16 lönd á sérútbúnu hjóli.

„Mig langaði til að vera kominn áður en leikarnir hefjast og það tókst. Mig langar svo að sjá opnunaratriðið. Á þessu ferðalagi mínu hef ég bæði upplifað flóð og mjög heitt verðurfar," segir hann við breska fjölmiðla sem hafa sýnt honum mikinn áhuga í kínahverfinu þar sem hann dvelur.

Til að fá staðfestingu á þessu ferðalagi hans fengu blaðamenn breska ríkissjónvarpsins að sjá vegabréfið hans. Þar voru vegabréfsáritanir frá öllum löndunum og þá sýndi hann þeim einnig myndir af sér á nokkrum landamærum.

Og í þessu myndbandi sést þegar hann var staddur í Róm fyrir nokkrum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×