Erlent

Romney viðstaddur setningarathöfnina

Romney fundaði með James Cameron í gær.
Romney fundaði með James Cameron í gær. mynd/AP
Forsetaframbjóðandi Repúblikana, Mitt Romney, verður viðstaddur setningarathöfn Ólympíuleikanna í Lundúnum í kvöld.

Romney er ekki ókunnugur leikunum en hann stjórnaði Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City í Bandaríkjunum árið 2002.

Romney lagði í gær í sitt fyrsta diplómatíska ferðalag sem forsetaframbjóðandi. Ásamt því að heimsækja Bretland mun hann ferðast til Ísrael og Póllands.

En heimsókn hans til Lundúna hefur vakið hörð viðbrögð þeirra James Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, borgarstjóra í London.

Romney hafði haft orð á því að öryggisgæsla í kringum leikana væri ábótavant og að yfirvöld í borginni hefðu gert mistök í skipulagningu þeirra.

Í ræðu sinni í Hyde Park í gær gerði borgarstjórinn lítið úr ummælum Romneys. Hann spurði Lundúnarbúa hvort að þeir gætu í raun haldið Ólympíuleika og um sextíu þúsund gestir svöruðu því í einum kór játandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×