Lífið

Jazz undir fjöllum í dag

BBI skrifar
Sigurður Flosason, saxófónleikari kemur fram í dag.
Sigurður Flosason, saxófónleikari kemur fram í dag.
Djasshátíðin „Jazz undir fjöllum" fer fram í níunda sinn í dag. Fram koma aðilar úr framvarðasveit íslenskrar djass- og blústónlistar, Sigurður Flosason, Þórir Baldursson, Einar Scheving og Andrea Gylfadóttir með hljómsveit sinni, Sálgæslunni. Þau spila á aðaltónleikum hátíðarinnar í kvöld í félagsheimilinu Fossbúð.

Auk þess er dagskrá á svæðinu fram eftir degi. Tríó Björns Thoroddsen kemur fram tvisvar sinnum og hljómsveit úr Tónasmiðju Suðurlands tekur eitt sett.

Hátíðin er árleg djasshátíð í Skógum undir Eyjafjöllum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.