Erlent

Uppreisnarmenn biðja um aðstoð

Frá Aleppo í gær.
Frá Aleppo í gær. mynd/AP
Stórsókn stjórnarhermanna gegn uppreisnarmönnum í borginni Aleppo í Sýrlandi stendur enn yfir. Þungavopnum og orrustuþyrlum hefur verið beitt af hálfu sýrlenska hersins en nú hafa borist fregnir af því að vopnabirgðir uppreisnarmanna séu af skornum skammti.

Abdulbaset Sayda, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi, biðlaði í dag til alþjóðasamfélagsins um aðstoð og vopn.

Þá fordæmdi Sayda þá umræður sem sprottið hefur upp um að Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, verði eitt hæli samþykki hann að fara frá völdum. Sayda krefst þess að Assad svari fyrir glæpi sína.

Líklegt þykir að átök muni halda áfram í Aleppo í dag, ekki er vitað hversu margir hafa látist á síðasta sólarhring í þessari stærstu borg Sýrlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×