Erlent

Fjórir létust af einni eldingu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Fjórir fjallgöngumenn í Póllandi létust þegar eldingu sló niður í gönguhópinn. Miðaldra hjón voru á ferð ásamt dóttur sinni og tengdasyni þegar stormur gekk yfir fjallsvæðið. Að sögn björgunarsveita hafði gönguhópurinn þá ákveðið að fara út af merktri göngleið í leit að skjóli þegar eldingu laust niður í gönguhópinn. Að sögn pólsku lögreglunnar er það afar fáheyrt að ein elding dragi fjóra til dauða í einu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×