Erlent

Upplifir ástandið sem alþjóðlegt stríð gegn Sýrlandi

BBI skrifar
Uppreisnarmenn í borginni Aleppo.
Uppreisnarmenn í borginni Aleppo. Mynd/AFP
Háttsettur embættistmaður í stjórn Sýrlands fullyrti í dag að uppreisnarmönnum í landinu myndi mistakast að ná yfirráðum í borginni Aleppo. Frá þessu er greint á vef CNN.

Hann sagðist einnig upplifa ástandið sem alþjóðlegt stríð gegn Sýrlandi og sem stoltur Sýrlendingur þótti honum heiður að verja málstað Sýrlands.

Walid Moallem, utanríkisráðherra landsins, var á ferð um Íran í dag þegar hann lét þau ummæli falla að uppreisnarmönnum myndi mistakast að ná stjórn á Aleppo. „Í síðustu viku voru uppreisnarmenn að undirbúa sig fyrir „stóra Damaskus-bardagann". Það mistókst hjá þeim og þess vegna færðu þeir sig til Aleppo. Ég get fullvissað alla um að þeim mun mistakast þar líka," sagði hann.

Harðir bardagar hafa geisað í Apollo síðustu daga og talsmaður uppreisnarmanna hefur sagt að stjórnin muni breyta borginni í grafreit. Her stjórnarinnar hefur beitt skriðdrekum og orrustuþyrlum í bardögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×