Erlent

Katie Holmes aftur orðin kaþólsk

Katie Holmes er orðin kaþólsk að nýju. Daginn eftir skyndiskilnað sinn við Tom Cruise eða í gærkvöldi sagði Holmes sig úr Vísindakirkjunni og skráði sig og dóttur sína Suri inn í söfnuðinn við hina kaþólsku kirkju St. Francis Xavier í New York en í þeirri borg munu mæðgurnar búa til framtíðar.

Talsmaður kirkjunnar segir að mæðgurnar séu hjartanlega velkomnar í söfnuðinn. Söfnuðurinn í þessari kirkju er þekktur fyrir frjálslyndi og sækir m.a. mikið af samkynhneigðu fólki messur þar á bæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×