Enski boltinn

Fyrirliðar í enska boltanum svindluðu

Lundekvam er hér í baráttu við Jimmy Floyd Hasselbaink.
Lundekvam er hér í baráttu við Jimmy Floyd Hasselbaink.
Norðmaðurinn Claus Lundekvam, fyrrum fyrirliði Southampton, hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í ýmis konar svindli í enska boltanum sem hafi skaffað honum háar fjárhæðir.

Eftir því sem Lundekvam segir hittust fyrirliðar liða á Englandi stundum fyrir leiki og komu sér saman um hvaða lið ætti að fá fyrsta hornið, fyrsta innkastið og annað í þeim dúr. Svo veðjuðu þeir í kjölfarið og nældu um leið í góðan aukapening.

"Þetta er ekki eitthvað sem ég er stoltur af. Um tíma gerðum við þetta nánast vikulega og græddum ansi vel á þessu. Við veðjuðum á flest sem við gátum haft áhrif á," sagði Lundekvam en hann var í herbúðum Southampton frá 1996 til 2008.

"Við ræddum samt aldrei um að hagræða úrslitum. Það kom ekki til greina. Við tókumst heiðarlega á þó svo við hefðum stundum gaman af veðmálunum þó svo þau væru ólögleg."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×