Enski boltinn

Macheda ætlar að sanna sig hjá Man. Utd

Ítalski framherjinn Federico Macheda er mættur aftur á Old Trafford og mun gera eina atlögu enn í vetur að þvi að komast í lið félagsins.

Macheda hefur aðeins verið tólf sinnum í byrjunarliði United síðustu þrjú tímabil og var lánaður til Sampdoria og síðan QPR.

"Það er frábært að vera kominn aftur og þegar maður er á láni annars staðar uppgötvar maður og skilur hversu mikilvægt það er að spila fyrir Man. Utd," sagði Macheda.

"Ég bíð virkilega spenntur eftir því að tímabilið byrji enda var síðasta tímabil mikil vonbrigði fyrir mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×