Erlent

Rolling Stones æfa saman fyrir 50 ára afmælið

Keith Richards gítarleikari Rolling Stones segir að þessi þekkta hljómsveit hafi komið saman nýlega og tekið nokkrar æfingar saman. Tilefnið er að brátt rennur upp 50 ára afmæli hljómsveitarinnar.

Orðrómur hefur lengi verið í gangi um að Rolling Stones myndu halda tónleika að nýju í tilefni þessa afmælis. Keith Richards segir í samtali við BBC segir að málið sé í undirbúningi en að hann geti ekki sagt til um hvenær af þessum afmælistónleikum verður.

Síðasta heimsferðalagi Rolling Stones lauk árið 2007 en þá lék hljómsveitin fyrir 4,5 milljónir manna í 32 löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×