Erlent

Fundu nýtt tungl á braut um Plútó

Stjarnvísindamenn sem vinna við Hubble sjónaukann hafa fundið nýtt tungl á braut um Plútó.

Er það því fimmta tunglið sem hringsólar um þessa fjarlægu plánetu. Sem stendur hefur það fengið nafnið P5. Hið nýja tungl er talið vera 10 til 25 kílómetrar í þvermál.

Stjarnvísindamönnum er það ráðgáta hvernig svo lítil pláneta sem Plútó geti hafi jafnmörg tungl á braut um sig og raun ber vitni. Helst er talið að þessi tungl öll séu afleiðing af árekstri á milli Plútó og annars stór hnattar fyrir milljörðum ára síðan.

Í fyrra fannst fjórða tunglið við Plútó með aðstoð Hubble og hlaut það nafnið P4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×