Erlent

Obama aflétti viðskiptabanni á Búrma

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur aflétt viðskiptaþvingunum á Búrma þannig að nú geta bandarísk fyrirtæki fjárfest að nýju í landinu.

Með þessari ákvörðun er Obama að verðlauna stjórnvöld í Búrma fyrir nýlegar lýðræðislegar umbætur á stjórnkerfi landsins og því að pólítíksir fangar hafa verið leystir úr haldi.

Á sama tíma hefur forseti Búrma hvatt önnur Vesturlönd að fara að fordæmi Bandaríkjanna og aflétta einnig viðskiptaþvingunum sínum gagnvart landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×